Barcelona hyggst spila á fyrrum heimavelli Espanyol meðan Nývangur, Camp Nou, verður endurnýjaður.
Jaume Collboni, varaborgarstjóri Barcelona, hefur staðfest að viðræður séu í gangi um að félagið fái Estadi Olímpic Lluís Companys leikvanginn leigðan tímabilið 2023-24.
Jaume Collboni, varaborgarstjóri Barcelona, hefur staðfest að viðræður séu í gangi um að félagið fái Estadi Olímpic Lluís Companys leikvanginn leigðan tímabilið 2023-24.
Viðamikil endurnýjun á Nývangi er á dagskrá og Barcelona lítur á það sem ódýran valkost að fá Ólympíuvöllinn lánaðan en hann var upphaflega byggður til að hýsa Ólympíuleikana í Barcelona 1992.
Hann er staðsettur í Montjuic hæðinni sem gnæfir yfir Barcelona og var heimavöllur Espanyol í tólf ár, 1997-2009.
Hér má sjá myndband af því hvernig Nývangur mun líta út eftir endurnýjun:
Athugasemdir