Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. apríl 2020 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bertrand spilaði lykilhlutverk í viðræðunum
Ryan Betrand.
Ryan Betrand.
Mynd: Getty Images
Southampton varð í gær fyrst félaga í ensku úrvalsdeildinni til að ná samkomulagi við leikmenn sína og þjálfara um að fresta launagreiðslum svo hægt sé að halda áfram að borga öðru starfsfólki félagsins.

The Athletic segir frá því að bakvörðurinn Ryan Bertrand hafi spilað lykilhlutverk í viðræðunum.

Viðræður hafa staðið yfir síðan síðasta föstudag, ejn Bertrand útskýrði fyrir hópnum hvað það væri mikilvægt fyrir leikmannahópinn að fresta greiðslum á launum að hluta til. Þjálfarar og stjórnarfólk gera það sama og leikmenn.

The Athletic segir að frestað verði að greiða meira en tíu prósent af laununum, en það sé minna en 30 prósent sem enska úrvalsdeildin lagði til.

Southampton ætlar sér ekki að nota neyðarúrræði stjórnvalda í Bretlandi sem segir til um að ríkið borgi 80 prósent af launum starfsfólks, upp að allt að 2500 pundum á mánuði fyrir skatt, og að félagið borgi þá hin 20 prósentin. Nokkur félög í ensku úrvalsdeildinni hafa nýtt sér þetta úrræði, þar á meðal Tottenham, Newcastle og Norwich. Liverpool ætlaði sér að nota það, en hætti svo við eftir hörð viðbrögð frá stuðningsmönnum og öðrum.

Nánar má lesa grein The Athletic hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner