Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. apríl 2020 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íhugar að lögsækja Gróttu - „Verð að bjarga mannorði mínu"
Kristján Daði Finnbjörnsson.
Kristján Daði Finnbjörnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kristján Daði Finnbjörnsson var rekinn út starfi sínu sem þjálfari yngri flokka hjá Gróttu fyrr á þessu ári. Hann segist við 433.is vera að íhuga að lögsækja félagið.

Kristján segist hafa fengið hótanir frá félaginu og það hafi tekið á sig. „Ég hafði staðið mig vel í þessu starfi hjá Gróttu og ég verð að bjarga mannorði mínu."

„Það komu hótanir frá þeim, um að ég eigi ætti ekki að leita réttar míns eða ræða við fjölmiðla, það lítur ekki vel út fyrir mig að missa starfið í janúar og enginn veit hvers vegna. Þess vegna vil ég segja frá þessu."

Kristján var þjálfari hjá 6. 5. og 4. flokki karla Gróttu áður en hann var rekinn í janúar. Hann kveðst hafa ýmis gögn undir höndum, meðal annars bréf frá félaginu sem segir að félagið vilji aðeins losna við hann úr 4. flokki en í þeim flokki voru synir tveggja stjórnarmanna.

„Þessir tveir drengir höfðu alltaf verið í hóp hjá A-liði. Eftir áramót voru synir þessara tveggja aðila að haga sér verr en áður, annar þeirra var mjög dónalegur og með stæla við aðra stráka í flokknum. Hann var að lítillækka samherja sína og ég sendi á mömmu hans og vildi leysa þetta."

„Ég fékk engin svör. Þetta er á föstudegi og eftir helgi var mér vikið úr starfi. Mér var vikið úr starfi á mánudegi, en degi áður höfðu synir þessara aðila ekki verið í A-liði, í fyrsta sinn."

Faðir annars drengsins er Birgir Tjörvi Pétursson, formaður knattspyrnudeildar Gróttu.

Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Gróttu, segir ástæða starfsloka vera ófagmannleg framkoma. „Ástæða starfsloka hans var ófagmannleg framkoma við marga hlutaðeigandi. Það urðu samstarfsörðugleikar og það er ástæða uppsagnarinnar. Við reyndum að leita lausna með honum."

Kristján segir að ef það komi ekkert frá Gróttu að þá muni hann leita réttar síns, en grein 433 má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner