Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 10. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Muller íhugaði að fara þegar Kovac var þjálfari
Thomas Muller.
Thomas Muller.
Mynd: Getty Images
Thomas Muller skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern München sem gildir til ársins 2023. Hann hefði ekki skrifað undir framlengingu á samingi sínum við félagið ef Niko Kovac væri enn stjóri liðsins.

Muller var óánægður með spiltíma sinn fyrir áramót og í janúar var hann orðaður við Manchester United.

Kovac var rekinn í nóvember og tók Hansi Flick við liðinu. Flick skrifaði nýlega undir samning við Bayern til 2023 og Muller ætlar sér að vera áfram fyrst Flick verður áfram.

„Ég var utan byrjunarliðsins í sex leikjum í röð síðasta haus. Það var erfitt. Auðvitað fór ég að hugsa um framtíð mína," segir Muller.

„Með þjálfarabreytingum og breytingu leikstíl þá hafa hlutirnir þróast í jákvæða átt."

Muller, sem er þrítugur, hefur leikið allan sinn feril með Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner