Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 10. apríl 2024 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Terzic: Hefðum kannski verðskuldað jafntefli
Mynd: EPA
Edin Terzic þjálfari Borussia Dortmund var ekki niðurlútur eftir 2-1 tap á útivelli gegn Atlético Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu fyrr í kvöld.

Atlético var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi 2-0 í leikhlé en Dortmund vaknaði til lífsins í síðari hálfleik og náði að minnka muninn niður í eitt mark.

Julian Brandt komst grátlega nálægt því að jafna á lokasekúndu leiksins en skalli hans endaði í samskeytunum og afturfyrir.

„Viðureignin er ennþá galopin. Við vorum lélegir fyrstu 30 mínúturnar í kvöld en við brugðumst vel við mótlætinu og erum ennþá sprelllifandi. Vanalega tapar maður leiknum þegar maður gerir svona mikið af mistökum gegn andstæðingum á þessu gæðastigi, en við sýndum góðan karakter til að halda okkur í leiknum og minnka muninn," sagði Terzic.

„Við gerðum alltof mikið af mistökum en það sem skiptir mestu máli eru viðbrögðin og þau voru góð. Þegar allt kemur til alls þá hefðum við kannski verðskuldað jafntefli, en við erum fullir tilhlökkunnar fyrir seinni leikinn í næstu viku."

Dortmund vann dauðariðil meistaradeildartímabilsins sem innihélt PSG, Newcastle og AC Milan á meðan Atlético vann einnig sinn riðil.
Athugasemdir
banner
banner
banner