Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 14:43
Brynjar Ingi Erluson
Segja Arsenal hafa lagt fram tilboð í Gyökeres
Viktor Gyökeres
Viktor Gyökeres
Mynd: EPA
Portúgalski miðillinn Correio dei Manha heldur því fram að Arsenal hafi lagt fram 63 milljóna punda tilboð í sænska framherjann Viktor Gyökeres, sem er á mála hjá Sporting í Portúgal.

Arsenal hefur sárvantað framherja síðustu ár og Mikel Arteta rætt það oft og mörgum sinnum, en að það sé erfitt að finna framherja sem raða inn mörkum og því sé markaðurinn erfiður.

Í dag greindi Fabrizio Romano frá því að spænski miðjumaðurinn Martin Zubimendi muni ganga í raðir Arsenal frá Real Sociedad í sumar og nú segir Correio dei Manha að félagið hafi lagt fram tilboð í Gyökeres.

Gyökeres hefur verið einn heitasti framherji Evrópu síðustu tvö ár og bara á þessu tímabili hefur hann komið að 64 mörkum í 49 leikjum í öllum keppnum.

Arsenal á að hafa lagt fram 63 milljóna punda tilboð í Gyökeres, en samkvæmt portúgalska blaðinu lítur forseti Sporting á þetta sem opnunartilboð og að það muni fá hærri upphæð fyrir sænska landsliðsmanninn.

Hann er með 85 milljóna punda klásúlu í samningnum, en Chelsea er sagt reiðubúið að leggja fram tilboð sem kemst mjög nálægt riftunarákvæðinu.

Manchester United er einnig sagt í baráttunni og þá hafa félög á Ítalíu, Spáni og Þýskalandi einnig sýnt honum áhuga.
Athugasemdir
banner
banner