Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   lau 10. maí 2025 15:09
Brynjar Ingi Erluson
Katla og Alexandra sáu um endurkomu Kristianstad - Guðrún aftur á sigurbraut
Kvenaboltinn
Alexandra gerði sigurmark Kristianstad
Alexandra gerði sigurmark Kristianstad
Mynd: Kristianstad
Katla Tryggvadóttir og Alexandra Jóhannsdóttir sáu alfarið um endurkomu Kristianstad í 3-2 sigrinum á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Katla og Alexandra voru báðar í byrjunarliði Kristianstad en Guðný kom af bekknum í þeim síðari.

Kristianstad var 2-1 undir þegar tæpur hálftími var til leiksloka en þá tóku þær Katla og Alexandra málin í sínar hendur. Katla jafnaði metin á 66. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði Alexandra sigurmarkið sem kom Kristianstad upp í 5. sæti deildarinnar þar sem það situr með 10 stig.

María Catharina Ólafsdóttir Gros spilaði allan leikinn í 2-1 tapi Linköping gegn Djurgården. Linköping er í 12. sæti með 5 stig.

Guðrún Arnardóttir var með fyrirliðabandið í 2-1 sigri Rosengård á Norrköping.

Svíþjóðarmeistararnir höfðu ekki unnið í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum, en eflaust mikill léttir að ná inn sigri eftir slaka hrinu.

Rosengård er í 4. sæti með 13 stig, þremur stigum frá toppliði Hammarby.
Athugasemdir
banner