Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 10. júní 2019 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danny Rose á förum? - „Veit hvað ég er gamall"
Danny Rose í leik með Tottenham.
Danny Rose í leik með Tottenham.
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Danny Rose ýjar að því að hann gæti verið á leið frá Tottenham í sumar.

Hinn 28 ára gamli Rose spilaði 37 leiki í öllum keppnum á nýliðnu tímabili er Tottenham fór alla leið í úrslit Meistaradeildarinnar. Þar tapaði Spurs fyrir Liverpool.

Eftir sigurinn á Sviss í vítaspyrnukeppni í leiknum um þriðja sæti Þjóðadeildarinnar í gær sagði Rose:

„Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég hlakka til að fara í frí. Ef ég verð í Tottenham á næsta tímabili, frábært. Ef ekki, frábært. Ég verð bara að bíða og sjá."

„Þetta snýst ekki um spiltíma. Ég veit hvað ég er gamall og ég hvernig félagið er rekið. Þegar þú kemst á ákveðinn aldur þá gæti félagið látið þig fara."

„Það er ekkert leyndarmál að nafn mitt hefur komið upp í sögusögnum. Ég mun bíða rólegur næstu vikur og fylgist með því hvað gerist."

Danny Rose er 28 ára.
Athugasemdir
banner
banner