Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 10. júní 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM kvenna í dag - Kanada og Japan mæta til leiks
Kanada mætir Kamerún.
Kanada mætir Kamerún.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir á Heimsmeistaramóti kvenna, sem fram fer í Frakklandi, á þessum mánudegi.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 16:00. Þar mætast Argentína og Japan og er leikurinn á Parc des Princes, heimavelli Paris Saint-Germain. Japan er mun sigurstranglegra liðið fyrir þennan leik. Japan er í sjöunda sæti á heimslista FIFA og er Argentína 30 sætum fyrir neðan.

Japan hefur spilað til úrslita á síðustu tveimur Heimsmeistaramótum og varð liðið Heimsmeistari 2011. Það verður gaman að sjá hvernig liðið mætir til leiks í dag.

Í hinum leik dagsins mætast Kanada og Kamerún í E-riðli. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er á Stade de la Mosson í Montpellier. Kanada er í fimmta sæti heimslistans á meðan Kamerún í 46. sæti. Kanada þykir því sigurstranglegra liðið fyrir leikinn. Getur Kamerún kannski komið á óvart?

mánudagur 10. júní

D-riðill
16:00 Argentína - Japan (RÚV)

E-riðill
19:00 Kanada - Kamerún (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner