Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fim 10. júní 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Young boðinn nýr samningur
Simone Inzaghi, nýr þjálfari Inter, vill ólmur halda Ashley Young hjá félaginu eitt tímabil í viðbót.

Young, sem verður 36 ára í júlí, hefur verið frábær liðsmaður frá komu sinni til Inter fyrir einu og hálfu ári síðan. Hann rúllaði upp deildinni á sínu fyrsta heila tímabili með Inter en hafnaði svo eins árs samningstilboði í vor.

Antonio Conte er farinn og Inzaghi kominn og vill Inzaghi ólmur halda bakverðinum leikreynda og fjölhæfa í hópnum.

Young er óákveðinn varðandi sína eigin framtíð og ætlar að nota næstu daga til að meta stöðuna. Honum stendur til boða að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina með Watford sem er nýkomið upp úr Championship.

Sky Sports segir fleiri úrvalsdeildarfélög vera áhugasöm um að tryggja sér Young fyrir næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner