Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 10. júní 2021 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Þór: Ofboðslega súrt þegar mómentið var með okkur
Kvenaboltinn
Guðni var ekki með Óskar Smára með sér. Óskar varð eftir fyrir norðan.
Guðni var ekki með Óskar Smára með sér. Óskar varð eftir fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður gekk þetta ekki upp, mér fannst við koma mjög vel út í seinni hálfleikinn og fannst við eiga meira skilið út úr þessu en tap. Ofboðslega súrt að fá á sig þetta mark í byrjun seinni leiksins þegar mér fannst vera ákveðið móment með okkur," sagði Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, eftir tap gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Tindastóll

Guðni var spuður út í sóknarleik Tindastóls í leiknum. „Með örlítilli heppni hefðu stöður einn á móti markmanni getað dottið með okkur og hrist upp í leiknum."

Fylkir var mikið að vinna með skot rétt fyrir utan teig og að taka stuttar hornspyrnur í leiknum. Upp úr einni slíkri kom annað mark Árbæinga.

„Við vorum alveg búnar að loka á stuttu hornin og díla við þau. Ég man ekki eftir horni sem þær komu boltanum fyrir í fyrri hálfleik. Þess vegna er þetta ofboðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark. Ég veit ekki alveg hvað gerist, þarf að sjá það aftur."

„Skot fyrir utan teig hafa ekkert verið að hræða mig neitt hingað til, ég er með mögulega besta markmann deildarinnar. En hvað þær voru að opna okkur var mesta áhyggjuefnið, þær eru með góða skotmenn,"
sagði Guðni.

Hann var einnig spurður út í meiðsli Murielle Tiernan og sitthvað fleira í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir