Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 10. júní 2021 21:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðni Þór: Ofboðslega súrt þegar mómentið var með okkur
Kvenaboltinn
Guðni var ekki með Óskar Smára með sér. Óskar varð eftir fyrir norðan.
Guðni var ekki með Óskar Smára með sér. Óskar varð eftir fyrir norðan.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Því miður gekk þetta ekki upp, mér fannst við koma mjög vel út í seinni hálfleikinn og fannst við eiga meira skilið út úr þessu en tap. Ofboðslega súrt að fá á sig þetta mark í byrjun seinni leiksins þegar mér fannst vera ákveðið móment með okkur," sagði Guðni Þór Einarsson, þjálfari Tindastóls, eftir tap gegn Fylki í kvöld.

Lestu um leikinn: Fylkir 2 -  1 Tindastóll

Guðni var spuður út í sóknarleik Tindastóls í leiknum. „Með örlítilli heppni hefðu stöður einn á móti markmanni getað dottið með okkur og hrist upp í leiknum."

Fylkir var mikið að vinna með skot rétt fyrir utan teig og að taka stuttar hornspyrnur í leiknum. Upp úr einni slíkri kom annað mark Árbæinga.

„Við vorum alveg búnar að loka á stuttu hornin og díla við þau. Ég man ekki eftir horni sem þær komu boltanum fyrir í fyrri hálfleik. Þess vegna er þetta ofboðslega svekkjandi að fá á sig þetta mark. Ég veit ekki alveg hvað gerist, þarf að sjá það aftur."

„Skot fyrir utan teig hafa ekkert verið að hræða mig neitt hingað til, ég er með mögulega besta markmann deildarinnar. En hvað þær voru að opna okkur var mesta áhyggjuefnið, þær eru með góða skotmenn,"
sagði Guðni.

Hann var einnig spurður út í meiðsli Murielle Tiernan og sitthvað fleira í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner