Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fös 10. júní 2022 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Albert Brynjar um Arnar: Hef engan áhuga á að hlusta á þetta
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason.
Albert Brynjar Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Brynjar Ingason, sóknarmaður Fylkis, gagnrýndi Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara, mikið er farið var yfir landsleikinn gegn San Marínó í hlaðvarpinu Dr Football í dag.

Ísland vann nauman sigur á slakasta landsliði veraldar - San Marínó - í gærkvöld og var frammistaðan alls ekki góð.

Núna hefur Ísland unnið sigra gegn Færeyjum, Liechtenstein og San Marínó - þremur af slökustu liðum Evrópu - síðan Arnar Þór tók við liðinu fyrir einu og hálfu ári síðar. Aðrir leikir hafa ekki unnist. Liðið hefur auðvitað gengið í gegnum talsverðar breytingar, en einhvern tímann verður liðið að fara að ná árangri.

„Mér fannst strax koma eitthvað veikt hugarfar í fyrsta viðtali hjá Arnari," sagði Albert Brynjar í Dr Football. „Hvernig hann talaði til þjóðarinnar - 'Við þurfum ekki endilega að vinna' - og svo núna þegar við erum að spila á móti þessum liðum í Þjóðadeildinni að þá erum við komnir á okkar getustig. Ég hef engan áhuga á að hlusta á þetta."

„Við eigum ekki að hugsa svona, við eigum alltaf að vera með kassann úti. Við erum bara orðnir litlir."

Menn með sterkar skoðanir fái ekki að vera þarna
Albert er líka á því að menn með sterkar skoðanir fái ekki að vera í kringum liðið þessa stundina.

„Frikki (sjúkraþjálfari) er farinn. Það vita allir sem hafa unnið með honum að hann er með sterkar skoðanir þótt hann sé sjúkraþjálfari. Toggi (Þorgrímur Þráinsson) er látinn fara, Lars (Lagerback) er látinn fara... eldri leikmenn mæta ekki í verkefni," sagði Albert.

„Það hafa einhverjir sínar ástæður, það er klárt mál. En það er pottþétt að einhverjir sem eru að finna ástæður til að spila ekki því þeir nenna því ekki vegna þess að þeim finnst þessi þjálfari ekki nægilega góður," sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur í þættinum.

„Ég hef það á tilfinningunni að þessir gæjar séu að bíða eftir breytingum," sagði Albert. „Það eru margir spennandi leikmenn að koma upp, en við þurfum eldri leikmennina með þessum ungu gaurum."

Það var talað um það í þættinum að þjóðin væri ekki að 'peppa' Arnar og það væri erfitt að finna út úr því á hvaða leið liðið væri. Hér fyrir neðan má hlusta á umræðuna í heild sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner