Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 10. júní 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd bauð betur en það virðist engu máli skipta
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: EPA

Umboðsmaður leikmannsins fundaði með Erik ten Hag, stjóra Man Utd, í gær en Nunez hefur ekki áhuga á United.

Fram kemur á portúgalska fjölmiðlinum Record í morgun að Man Utd hafi verið tilbúið að bjóða Benfica meira en Liverpool fyrir Nunez, en það kemur ekki til greina fyrir leikmanninn að fara til United og því skiptir það engu.

Hinn 22 ára gamli Nunez hefur leikið með Benfica frá 2020. Tímabilið sem var að klárast fyrir hann, það var stórkostlegt. Hann skoraði 34 mörk í 41 keppnisleik í öllum keppnisleikjum með Benfica.

Liverpool á eftir að komast að samkomulagi við Benfica um kaupverðið en talið er að félagið sé tilbúið að borga 68 milljónir punda og 17 milljónir ofan á það ef Nunez nær ákveðnum áföngum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner