fös 10. júní 2022 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd er úr leik í baráttunni um Nunez - „Þetta er búið"
Darwin Nunez.
Darwin Nunez.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Darwin Nunez er búinn að taka ákvörðun um framtíð sína: Hann ætlar til Liverpool.

Portúgalski fréttamaðurinn Pedro Sepúlveda greinir frá því á samskiptamiðlinum að „þetta sé búið."

Fréttir hafa verið um það síðustu daga að Nunez sé efstur á óskalista Liverpool fyrir sumarið. Í dag var sagt frá því að Nunez væri búinn að ná samkomulagi við Liverpool um kaup og kjör.

En svo var greint frá því að Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefði flogið til Portúgal til að funda með umboðsmanni Nunez.

Félag ætlaði sér að sannfæra hinn 22 ára gamla Nunez um að velja United yfir Liverpool. Það var alltaf að fara að vera erfitt því United er ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili, og það tókst ekki að sögn Sepúlveda.

„Man Utd er ekki lengur í kapphlaupinu," segir fréttamaðurinn.

Hann segir jafnframt að Nunez sé búinn að segja vinum og fjölskyldu að hann sé að fara til Liverpool. Hann mun gera fimm ára samning og núna er bara beðið eftir því að Benfica svari tilboði Liverpool játandi.


Athugasemdir
banner
banner