Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   lau 10. júní 2023 09:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bernardo í stað Messi - Arsenal að fá tvo stóra bita?
Powerade
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe gæti farið til West Ham sem hluti af kaupverðinu fyrir Declan Rice.
Emile Smith Rowe gæti farið til West Ham sem hluti af kaupverðinu fyrir Declan Rice.
Mynd: Getty Images
Joao Cancelo gæti farið til Arsenal ásamt Rice.
Joao Cancelo gæti farið til Arsenal ásamt Rice.
Mynd: Getty Images
Rasmus Hojlund er orðaður við Manchester United.
Rasmus Hojlund er orðaður við Manchester United.
Mynd: EPA
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld en við byrjum þennan dag á slúðrinu. Bernardo Silva, Smith Rowe, Rice, Alvarez, Cancelo, Lavia, Onana og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Paris Saint-Germain ætlar sér að fá Bernardo Silva (28) frá Manchester City til að fylla í skarð í Lionel Messi. (Le Parisien)

West Ham hefur áhuga á því að fá Emile Smith Rowe (22) frá Arsenal sem hluta af kaupverðinu fyrir Declan Rice (24). (Sun)

Ajax er að biðja um 45 milljónir punda fyrir Edson Alvarez (25) sem West Ham lítur á mögulegan arftaka fyrir Rice inn á miðsvæðinu hjá sér. (Guardian)

Bayern München í Þýskalandi er með Rice efstan á óskalista sínum en Arsenal er líklegasta félagið til að landa honum. (Sky Sports í Þýskalandi)

Manchester City hefur hafið viðræður við RB Leipzig vegna varnarmannsins Josko Gvardiol (21). (Football Insider)

Viðræður Arsenal vegna mögulegra kaupa á bakverðinum Joao Cancelo (29) eru að þróast í jákvæða átt. Man City vill fá 45 milljónir punda fyrir hann. (FootballTransfers)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur komið í veg fyrir það að Eintracht Frankfurt kaupi miðvörðinn Victor Lindelöf (28) en Ten Hag vill ekki missa sænska miðvörðinn. (Bild)

Man Utd hefur annars fengið þau skilaboð að bæði danski sóknarmaðurinn Rasmus Hojlund (20) og franski varnarmaðurinn Axel Disasi (25) vilji ganga til liðs við félagið í sumar. Hojlund leikur með Atalanta og Disasi er leikmaður Mónakó. (Mail)

Chelsea hefur hafið viðræður við Southampton vegna mögulegra kaupa á miðjumanninum Romeo Lavia (19). (Football London)

Markvörðurinn Andre Onana (27) er búinn að ná samkomulagi við Chelsea en félag hans, Inter, hefur hafnað fyrsta tilboði Lundúnafélagsins upp á 34 milljónir punda. (Tuttomercatoweb)

Chelsea hefur einnig áhuga á Mike Maignan (27), markverði AC Milan. (L'Equipe)

Luton Town hefur rætt við bosníska markvörðinn Asmir Begovic (35) sem er nýhættur hjá Everton. Luton hefur einnig skoðað Mark Travers (24), sem er á mála hjá Bournemouth. (Telegraph)

Crystal Palace og Fulham eru að undirbúa tilboð í Viktor Gyökeres (25), framherja Coventry. (Football Insider)

Chelsea er að bíða eftir svörum frá AC Milan, hvort félagið ætli að kaupa miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (27) fyrir 15 milljónir punda, eftir að Paolo Maldini og Frederic Massar voru reknir úr yfirmannsstöðum hjá Milan. (Telegraph)

Al-Ahli í Sádí-Arabíu er tilbúið að bjóða Riyad Mahrez (32), leikmanni Manchester City, 40 milljónir punda á ári. (Mirror)

Bæði Tottenham og Manchester United ætla að ganga frá samningaborðinu ef Brentford lækkar ekki verðmiða sinn á markverðinum David Raya (27) en félagið er núna að biðja um 40 milljónir punda fyrir hann. (London Evening Standard)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur fengið þau skilaboð að hann fái að eyða 75 milljónum punda í sumar. Hann er með James Maddison (26) hjá Leicester efstan á óskalista sínum en á þeim lista eru einnig Moises Caicedo (21), Scott McTominay (26) og Conor Gallagher (23). (Mail)

Annars staðar er sagt að Newcastle sé með 100-150 milljónir punda til að eyða í sumar. (The Athletic)

Real Madrid færist nær því að kaupa markvörðinn David Soria (30) frá Getafe (Fichajes)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner