Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   lau 10. júní 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Búist við að Moyes verði áfram eftir fund með eigandanum
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: Getty Images
Það er búist við því að David Moyes verði áfram stjóri West Ham á næstu leiktíð.

Moyes ræddi við David Sullivan, eiganda West Ham, á fundi í gær.

David Moyes vann sinn fyrsta stóra titil á stjóraferlinum síðasta miðvikudagskvöld þegar hann stýrði West Ham til sigurs í Sambandsdeildinni. Það var líka fyrsti titill West Ham í 43 ár.

„Ég held að líta þurfi á hann sem besta stjóra sem West Ham hefur haft," sagði Declan Rice, fyrirliði West Ham, um Moyes eftir sigurinn í Sambandsdeildinni.

Moyes á eitt ár eftir af samningi sínum við West Ham og búist er við því að hann verði áfram eftir fund sinn með eigandanum.

Moyes, sem er sextugur, er afar reynslumikill stjóri en hann hefur stýrt West Ham frá 2019. Hann stýrði liðinu einnig 2017-18 og tók svo aftur við eftir það.
Enski boltinn - Úrslitastund með litla og stóra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner