Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
banner
   lau 10. júní 2023 22:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Inzaghi: Eins og boltinn vildi ekki fara inn
Mynd: EPA

Simone Inzaghi stjóri Inter var að vonum svekktur eftir tap gegn Man City í úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.


„Við áttum frábæran leik og eigum að vera stoltir af því. Við megum ekki hugsa hvað ef, við áttum meira skilið. Ég tók utan um leikmennina einn í einu þar sem þeir voru frábærir, rétt eins og stuðningsmennirnir og þeir áttu skilið önnur úrslit, ég vona að þeir voru ánægðir að sjá hvernig liðið spilaði í kvöld," sagði Inzaghi.

„Það var eins og boltinn vildi ekki fara inn. Það gerist, því miður gerðist það í úrslitum Meistaradeildarinnar. Við skutum í slá, bjargað á línu og skot sem fór í samherja, það gerðist allt."

Inzaghi var mjög líflegur á hliðarlínunni í kvöld en undir lok leiksins missti hann stjórn á skapi sínu og fékk að launum gult spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner