Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 10. júlí 2019 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundurinn hans Sturridge er kominn heim
Daniel Sturridge og hundurinn Lucci.
Daniel Sturridge og hundurinn Lucci.
Mynd: Daniel Sturridge - Instagram
Hundur fótboltamannsins Daniel Sturridge er fundinn.

Sturridge, sem er fyrrum framherji Liverpool, varð fyrir mjög leiðinlegri reynslu í Los Angeles í Bandaríkjunum í gær.

Sturridge, sem er án félags í augnablikinu, er í fríi í Bandaríkjunum, en það var brotist inn í hús hans í Los Angeles. Ýmislegt var tekið og var hundur hans á meðal þess sem var horfið þegar hann kom aftur.

Í myndbandi á Instagram sagði Sturridge að hann hefði verið í burtu í tvo tíma. Hann sagði jafnframt að hann myndi borga hvað sem er til að fá hundinn aftur.

Hundinum Lucci var skilið en lögreglan í Los Angeles telur að manneskjan sem skilaði honum hafi ekki tengst glæpnum neitt.

Frábærar fréttir!



Athugasemdir
banner
banner