Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
banner
   mið 10. júlí 2024 21:20
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Englands og Hollands: Watkins bestur - Bellingham slakasti maður vallarins
Ollie Watkins og Gareth Southgate eftir leikinn í kvöld
Ollie Watkins og Gareth Southgate eftir leikinn í kvöld
Mynd: Getty Images
UEFA valdi Ollie Watkins besta mann leiksins í 2-1 sigri Englendinga á Hollendingum í undanúrslitum Evrópumótsins í kvöld.

Watkins spilaði síðustu tíu mínútur leiksins og átti auðvitað stærsta augnablikið er Cole Palmer lagði boltann inn í teiginn á Watkins, sem snéri Stefan De Vrij af sér og setti hann í fjærhornið úr þröngu færi.

Hann var valinn besti maður leiksins og fékk hann 9 í einkunn frá Goal.

Jude Bellingham, sem er ein stærsta stjarnan í liði Englendinga, fær aðeins 4 fyrir sína frammistöðu.

England: Pickford (6), Walker (5), Stones (5), Guehi (6), Saka (6), Rice (5), Mainoo (7), Trippier (6), Bellingham (4), Kane (5), Foden (8).
Varamenn: Shaw (6), Watkins (9), Palmer (7).

Holland: Verbruggen (7), Drumfries (6), De Vrij (6), Van Dijk (7), Ake (5), Schouten (5), Reijnders (6), Simons (7), Malen (5), Depay (5), Gakpo (6).
Varamenn: Veerman (7), Weghorst (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner