Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thun
Tilfinningar Jóns Dags skiljanlegar - „Enginn að taka þetta nærri sér"
Icelandair
EM KVK 2025
Jón Dagur Þorsteinsson.
Jón Dagur Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
„Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað hann var ósáttur við. Kannski á ég eftir að leggjast betur yfir það," sagði Edda Sif Pálsdóttir, fréttakona á RÚV, þegar rætt var um gagnrýni landsliðsmannsins Jóns Dags Þorsteinssonar á sérfræðinga í kringum EM hjá Ríkisútvarpinu.

Eftir að Ísland féll úr leik á EM, þá skrifaði Jón Dagur í Instagram story: „Var regla þegar RÚV valdi í settið, að annað hvort gastu ekkert eða veist ekkert?"

Jón Dagur er sonur Þorsteins Halldórssonar sem er þjálfari kvennalandsliðsins.

„Svo er það líka þannig að maður skilur alveg að það komi einhver óþægindatilfinning," sagði Edda Sif jafnframt um gagnrýni Jóns Dags í EMvarpinu hér á Fótbolta.net.

„Eins og hjá leikmönnum og öllum, þá eru tilfinningar í spilinu. Stundum þarf að leyfa fólki að blása aðeins. Ég efast um að Jón Dagur myndi setja þetta inn í dag eða á morgun. Hann hefur rétt á sinni skoðun og hún kemur frá tilfinningagrunni alveg örugglega því þetta er pabbi hans," sagði Einar Örn Jónsson en hlaðvarpið var tekið upp í gær.

Í raun eru þetta ekki óeðlileg viðbrögð, að bregast við því að faðir manns sé gagnrýndur opinberlega.

„Láttu mig þekkja það," sagði Edda Sif.

„Ef að það væri verið að gagnrýna pabba manns í beinni útsendingu í sjónvarpinu og maður sæti heima og væri bara 'já, já, rétt, rétt'. Þá myndi ég fyrst halda að það væri eitthvað ekki í lagi þarna." sagði Einar.

„Þetta er líka bara svolítið það sem er skemmtilegt á Íslandi... Ég held að maður þurfi bara að hafa gaman að þessu og það hafa allir gott af gagnrýni líka. En eins og ég segi, þá skildi ég ekki alveg hvað það var sem hann var að gagnrýna. Hann er kannski farinn að finna það að fólk er að búast við því jafnvel að það komi nýr þjálfari eða eitthvað," sagði Edda.

Sérfræðingar RÚV voru ekki að taka þessu illa. „Við erum með okkar spjallgrúbbu og það tóku þessu allir létt. Það var enginn eitthvað að taka þetta nærri sér eða vera eitthvað reiður eða sár út í Jón Dag. Ekki að ræða það," sagði Einar.

Hægt er að hlusta á allan þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan.
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Athugasemdir
banner