Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Brentford hafði samband við Postecoglou
Mynd: EPA
Brentford setti sig í samband við ástralska stjórann Ange Postecoglou áður en það réði Keith Andrews til starfa.Athletic greinir frá þessu í kvöld.

Tottenham lét Postecoglou taka poka sinn þrátt fyrir að hafa unnið Evrópudeildina og komið liðinu í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð, en árangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni er það sem varð honum að falli.

Lundúnafélagið sótti Thomas Frank frá Brentford, sem gerði síðan heiðarlega tilraun að því að fá Postecoglou í stað hans.

Athletic segir að Brentford hafi sett sig í samband við Postecoglou.

Postecoglou var einn af mörgum á lista Brentford og ræddi Ástralinn við Phil Giles, yfirmann íþróttamála hjá félaginu, en hann var hins vegar aldrei boðaður í formlegt viðtal.

Á endanum var Andrews ráðinn. Hann hafði séð um föstu leikatriðin hjá Brentford síðasta árið og mjög vel liðinn innan félagsins.

Ítalinn Francesco Farioli, sem stýrði Ajax á síðustu leiktíð, kom einnig til greina í starfið en hann er nú tekinn við Porto í Portúgal.
Athugasemdir
banner
banner