Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Tekur slaginn með Leeds í úrvalsdeildinni
Mynd: Leeds United
Enski varnarmaðurinn Sam Byram hefur framlengt samning sinn við Leeds United og mun því taka slaginn með liðinu í úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Þessi 31 árs gamli bakvörður er uppalinn hjá Leeds og lék með aðalliðinu frá 2012 til 2016 áður en hann var keyptur til West Ham United.

Þar spilaði hann í 27 deildarleiki á þremur tímabilum sínum áður en hann skrifaði undir hjá Norwich City.

Hann sneri aftur heim í Leeds fyrir tveimur árum og lék 36 leiki er liðið vann ensku B-deildina á síðustu leiktíð.

Leeds er ánægt með hans framlag og hefur nú framlengt samning hans til 2026.

Byram mun því taka slaginn í úrvalsdeildinni sem verður hans sjötta tímabil í efstu deild.


Athugasemdir
banner