Gabriel Heinze, fyrrum leikmaður Manchester United, er tekinn við starfi hjá Arsenal. Hann aðstoðar þar spænska stjórann Mikel Arteta.
Hann kemur inn í teymið í stað Carlos Cuesta sem tók við þjálfarastarfinu hjá Parma á Ítalíu.
Heinze og Arteta þekkjast vel en þeir spiluðu saman hjá PSG í Frakklandi á sínum tíma.
Hann kemur inn í teymið í stað Carlos Cuesta sem tók við þjálfarastarfinu hjá Parma á Ítalíu.
Heinze og Arteta þekkjast vel en þeir spiluðu saman hjá PSG í Frakklandi á sínum tíma.
Heinze lék með Man Utd frá 2004-2007 en hann vann úrvalsdeildina tímabilið 06-07. Þessi 47 ára gamli Argentínumaður lagði skóna á hilluna árið 2014. Hann hefur þjálfað bæði í Argentínu og í Bandaríkjunum.
Athugasemdir