Bryan Mbeumo, framherji Brentford, er orðinn pirraður á hægri framvindu en Manchester United vill kaupa hann.
Mbeumo hefur gert það ljóst að hann vill ganga til liðs við United í sumar eftir að hafa hafnað tilboði frá Tottenham. Brentford krefst hærra verðs en þeirra 62,5 milljónir punda sem United greiddi fyrir Matheus Cunha og hefur hafnað tveimur tilboðum hingað til.
Mbeumo skoraði 20 mörk í 38 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Phil Giles, yfirmaður fótboltamála hjá Brentford, hefur sagt að Mbeumo gæti mögulega verið áfram hjá félaginu ef rétt tilboð berst ekki.
„Hann átti frábært tímabil og auðvitað hefur hann hugmyndir um framtíð sína. Við erum í stöðugum samskiptum við hann og fulltrúa hans," sagði Giles.
Athugasemdir