Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 09:30
Elvar Geir Magnússon
Trump mætir á úrslitaleikinn
Trump ætlar að horfa á Chelsea leika til úrslita á sunnudaginn.
Trump ætlar að horfa á Chelsea leika til úrslita á sunnudaginn.
Mynd: EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest að hann muni mæta á úrslitaleik HM félagsliða á sunnudaginn. Leikurinn fer fram á MetLife-leikvanginum í New Jersey.

Chelsea mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Real Madrid í úrslitaleikum en á sama velli verður úrslitaleikur HM landsliða á næsta ári.

FIFA hefur opnað skrifstofu í Trump turninum í New York og Gianni Infantino, forseti FIFA, lýsti ánægju sinni með stuðning bandarískra yfirvalda og frá forsetanum sjálfum.

Trump hefur verið nokkuð áberandi í kringum íþróttir á seinna valdatímabili sínu. Hann mætti á Ofurskálina og hefur einnig mætt á UFC viðburði.
Athugasemdir
banner