
Landsliðskonan Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er að taka þátt á Evrópumótinu nokkrum vikum eftir að hún útskrifaðist frá Harvard, einum virtasta háskóla í heimi.
Hún útskrifaðist með gráðu úr taugavísindum en námið var enginn dans á rósum. Það er ekki nóg með að þetta sé ótrúlega erfitt nám því höfuðhögg settu líka strik í reikninginn. Áslaug Munda spilaði með fótboltaliði skólans og á tíma sínum þar varð hún fyrir höfuðmeiðslum sem höfðu mikil áhrif á daglegt líf hennar.
Hún útskrifaðist með gráðu úr taugavísindum en námið var enginn dans á rósum. Það er ekki nóg með að þetta sé ótrúlega erfitt nám því höfuðhögg settu líka strik í reikninginn. Áslaug Munda spilaði með fótboltaliði skólans og á tíma sínum þar varð hún fyrir höfuðmeiðslum sem höfðu mikil áhrif á daglegt líf hennar.
Hún ræddi útskriftina stuttlega í viðtali við Fótbolta.net í Sviss í gær.
„Þetta var léttir, mjög mikill léttir," sagði Munda um útskriftina frá Harvard.
„Ég var ekki viss um það á tímabili að ég myndi ná að klára þetta. Ég er stolt af sjálfri mér að hafa náð því. Fjölskyldan kom og baklandið allt, og var með mér í þessu."
Hún fékk frí frá landsliðsverkefni til að vera viðstödd útskriftina enda ekki á hverjum degi þar sem maður útskrifast úr Harvard.
„Ég var þakklát Steina að leyfa mér að fara. Það hefði verið auðvelt fyrir hann að segja nei og ég hefði skilið það mjög vel. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að fara og taka við þessu," sagði Munda.
Athugasemdir