
Framtíð Þorsteins Halldórssonar sem þjálfari kvennalandsliðsins hefur verið mikið í umræðunni eftir lélega frammistöðu liðsins á Evrópumótinu í Sviss.
Samkvæmt skoðanakönnun Fótbolta.net telja 82% lesenda að hann sé kominn á endastöð sem þjálfari liðsins. Um 18% svöruðu spurningunni neitandi.
Samkvæmt skoðanakönnun Fótbolta.net telja 82% lesenda að hann sé kominn á endastöð sem þjálfari liðsins. Um 18% svöruðu spurningunni neitandi.
„Nei, ekki neitt," sagði Þorsteinn þegar hann var spurður út í það hvort hann væri farinn að hugsa um sína framtíð.
Ég er bara að hugsa um Noreg næst og að klára þetta. Hrista þennan leik úr okkur og svo er Noregur næst. Annað hef ég ekkert hugsað um."
Þorsteinn er með samning út næstu undankeppni en hann fékk þann samning fyrir EM í Englandi sem var fyrir þremur árum. Hann var spurður að því í viðtalinu hvort hann vilji halda áfram með liðið eftir þetta mót.
„Ég er með samning áfram. Svo setjumst við niður og tökum einhverja ákvörðun með það ef til þess kemur. En eins og ég segi, þá er ég ekkert að spá í það," sagði Steini.
Athugasemdir