Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 19:29
Brynjar Ingi Erluson
Skrifaði hjartnæmt kort til Jota og lagði fyrir utan Anfield
Robertson mætti á sérstakt leiði Jota fyrir utan Anfield
Robertson mætti á sérstakt leiði Jota fyrir utan Anfield
Mynd: Liverpool FC
Skoski varnarmaðurinn Andy Robertson og Arne Slot, stjóri Liverpool, lögðu báðir blómvönd á sérstöku leiði Diogo Jota fyrir utan Anfield í dag.

Undirbúningstímabil Liverpool hófst í dag en það er enn óvíst hvort æfingaleikurinn gegn Preston fari fram á sunnudag.

Jota, sem var 28 ára gamall, og bróðir hans, Andre Silva, létu lífið í hræðilegu bílslysi á Spáni í síðustu viku og voru þeir jarðsungnir á laugardag.

Robertson, sem var mjög náinn Jota, mætti fyrir utan Anfield í dag með blómvönd í hendi og hjartnæmt bréf sem hann skildi eftir á leiði fyrir utan Anfield.

„MacJota,
Hjörtu okkar eru brotin en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát fyrir þær minningar sem þú gafst okkur. Ég mun sakna þín og ég elska þig bróðir,“
skrifaði Robertson.

Arne Slot mætti einnig ásamt eiginkonu sinni með blómvönd og þá var Michael Edwards, yfirmaður fótboltamála hjá FSG-hópnum, til að votta virðingu sína.

„Við áttum sama draum og saman létum við hann rætast. Þú og Andre munuð alltaf eiga stað í hjörtum okkar allra,“ skrifaði Arne á kortið sem hann lagði fyrir utan.




Athugasemdir
banner