Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
EM kvenna í dag - Geta sent Evrópumeistarana heim
EM KVK 2025
Mynd: EPA
Annarri umferð í riðlakeppni Evrópumótsins í Sviss lýkur í kvöld og er sá möguleiki fyrir hendi að Evrópumeistarar Englands fari heim.

Englandi tapaði fyrir Frakklandi í fyrsta leiknum í D-riðli og er því án stiga í keppninni.

Holland er með þrjú stig og getur með sigri komist áfram og um leið sent Englendinga heim.

Frakkland spilar síðan við Wales klukkan 19:00 og getur tryggt sæti sitt í 8-liða úrslitum.

Leikir dagsins:
16:00 England - Holland
19:00 Frakkland - Wales
Athugasemdir
banner
banner