Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
banner
   mið 09. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Án stiga á botninum eftir átta leiki
Kvenaboltinn
Fjölnir hafði betur gegn botnliði Smára
Fjölnir hafði betur gegn botnliði Smára
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Smári 0 - 3 Fjölnir
0-1 Marta Björgvinsdóttir ('36 )
0-2 Kristín Gyða Davíðsdóttir ('50 )
0-3 Sóley Rut Þrastardóttir ('68 , Sjálfsmark)

Fjölniskonur unnu öruggan 3-0 sigur á Smára í 2. deild kvenna í gær.

Marta Björgvinsdóttir skoraði annað deildarmark sitt á tímabilinu á 36. mínútu og bætti Kristín Gyða Davíðsdóttir við öðru í byrjun síðari hálfleiks.

Sóley Rut Þrastardóttir, leikmaður Smára, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og lokatölur því 3-0 fyrir Fjölni.

Þetta var áttunda tap Smára af átta mögulegum og er liðið áfram án stiga á botninum en Fjölnir er í 4. sæti með 17 stig, tíu stigum frá toppnum.

Smári Þórdís Ösp Cummings Benediktsdóttir (m), Auður Erla Gunnarsdóttir, Elísabet Lilja Ísleifsdóttir (73'), Rósa Björk Borgþórsdóttir (69'), Vinný Dögg Jónsdóttir, Emma Dís Benediktsdóttir, Kristín Inga Vigfúsdóttir, Sigrún Gunndís Harðardóttir (87'), Katrín Kristjánsdóttir (73'), Svava Björk Hölludóttir, Sóley Rut Þrastardóttir (73')
Varamenn Ingunn Sara Brynjarsdóttir (73'), Minela Crnac (73'), Ester Georgsdóttir (87'), Kolfinna Magnúsdóttir (69'), Erna Katrín Óladóttir, Hrefna Lind Pálmadóttir (73'), Kristbjörg María Kjartansdóttir

Fjölnir Sara Sif Builinh Jónsdóttir (m), Hrafnhildur Árnadóttir, Ester Lilja Harðardóttir (85'), Tinna Sól Þórsdóttir (80'), Sæunn Helgadóttir (65'), Kristín Gyða Davíðsdóttir, Kristjana Rut Davíðsdóttir (65'), Marta Björgvinsdóttir, Íris Pálsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Harpa Sól Sigurðardóttir (85')
Varamenn Vala Katrín Guðmundsdóttir, Laufey Steinunn Kristinsdóttir (80), Aníta Björg Sölvadóttir (65), Viktoría Fjóla Sigurjónsdóttir (85), Eva Karen Sigurdórsdóttir (65), Momolaoluwa Adesanm (85), Elinóra Ýr Kristjánsdóttir (m)
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 9 9 0 0 42 - 5 +37 27
2.    ÍH 8 7 1 0 45 - 10 +35 22
3.    Völsungur 9 7 0 2 40 - 18 +22 21
4.    Fjölnir 8 5 2 1 19 - 11 +8 17
5.    Dalvík/Reynir 9 3 1 5 20 - 20 0 10
6.    Álftanes 8 3 0 5 20 - 23 -3 9
7.    Vestri 8 3 0 5 15 - 25 -10 9
8.    Sindri 9 2 2 5 14 - 21 -7 8
9.    Einherji 8 2 2 4 12 - 23 -11 8
10.    ÍR 8 1 2 5 11 - 22 -11 5
11.    KÞ 6 1 2 3 5 - 18 -13 5
12.    Smári 8 0 0 8 1 - 48 -47 0
Athugasemdir
banner