Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 18:17
Brynjar Ingi Erluson
EM kvenna: Þjóðverjar með annan fótinn í 8-liða úrslitunum - Danir úr leik
EM KVK 2025
Lea Schüller sendi danska liðið heim
Lea Schüller sendi danska liðið heim
Mynd: EPA
Þýskaland 2 - 1 Danmörk
0-1 Amalie Vangsgaard ('26 )
1-1 Sjoeke Nuesken ('56 , víti)
2-1 Lea Schueller ('66 )

Þýska landsliðið er svo gott sem komið í 8-liða úrslit Evrópumóts kvenna eftir að hafa unnið frábæran 2-1 endurkomusigur á Dönum í C-riðli á St. Jakobs Park í Basel í Sviss í dag.

Danir geta verið stoltir af sinni frammistöðu, að minnsta kosti fyrri hálfleiknum.

Amalie Vangsgaard kom þeim yfir á 26. mínútu. Janni Thomsen átti frábæran einleik í gegnum miðju Þjóðverja áður en hún missti boltann sem skoppaði síðan af varnarmönnum þýska liðsins og til Vansgaard sem skoraði með föstu skoti úr þröngu færi.

Staðan í hálfleik 1-0 fyrir Dönum en þýsku stelpurnar komu brjálaðar inn í þann síðari.

Snemma fengu Þjóðverjar vítaspyrnu er Linda Dallman var felld í teignum og var það Sjoeke Nüsken sem skoraði úr spyrnunni.

Þjóðverjar héldu áfram að keyra pressuna á Dani sem skilaði sér ansi vel því aðeins nokkrum mínútum síðar gerði Lea Schüller sigurmarkið er hún hljóp á sendingu Jule Brand og gerði 14. mark sitt í síðustu 12 leikjum.

Ekkert svar kom frá Dönum og lokatölur því 2-1 fyrir Þýskaland sem er komið með sex stig eftir tvo leiki og með annan fótinn í 8-liða úrslit, en Danir, sem eru án stiga, detta út í riðlakeppninni annað mótið í röð.
Athugasemdir
banner
banner