Chris Wilder hefur fundað með Leicester sem er í leit að nýjum stjóra eftir að liðið féll í Championship og Ruud van Nistelrooy var látinn fara.
Wilder hætti sem stjóri Sheffield United eftir síðasta tímabil en honum mistókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í þriðja sæti og tapaði svo fyrir Sunderland í úrslitaleik umspilsins í maói.
Wilder hætti sem stjóri Sheffield United eftir síðasta tímabil en honum mistókst að koma liðinu upp í úrvalsdeildina. Liðið endaði í þriðja sæti og tapaði svo fyrir Sunderland í úrslitaleik umspilsins í maói.
Leicester hefur einnig rætt við Danny Rohl, stjóra Sheffield Wednesday. Forráðamenn Leicester eru sagðir hrifnir af Þjóðverjanum en þyrftu að ganga að riftunarákvæði í samningi hans.
Sheffield Wednesday á í miklum fjárhagserfiðleikum.
Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley og Everton, hefur einnig verið orðaður við Leicester.
Athugasemdir