Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Vilja rifta samningi við Vlahovic
Mynd: EPA
Ítalska félagið Juventus hefur boðið serbneska framherjanum Dusan Vlahovic að rifta samningi sínum við félagið.

Vlahovic er 25 ára gamall framherji sem hefur verið á ratsjá margra stórliða síðustu ár.

Framherjinn er ekki lengur í myndinni hjá Juventus en það hefur gengið illa að finna kaupanda þar sem verðmiðinn er of hár og launapakkinn sömuleiðis en hann þénar um 12 milljónir í árslaun.

Juventus er að gefast upp á því að selja hann og heldur Gianluca Di Marzio því fram að félagið ætli sér að leggja til við umboðsmenn hans að samningnum verði rift.

Samningur hans rennur út á næsta ári og mun Juventus leggja til að það greiði honum aðeins sex milljónir í starfslokasamning, en ákvörðun ætti að liggja fyrir síðar í vikunni.

Vlahovic, sem kom til Juventus frá Fiorentina fyrir þremur árum, hefur skorað 58 mörk í 145 leikjum sínum fyrir „Gömlu konuna“.
Athugasemdir
banner
banner