Portúgalska félagið Porto hefur náð samkomulagi við enska B-deildarfélagið Norwich City um kaup á spænska leikmanninum Borja Sainz.
Spænski vængmaðurinn hefur verið aðalmaður Norwich síðustu ár en mun nú reyna fyrir sér hjá einu stærsta félagi utan topp fimm deilda í Evrópu.
Sainz er 24 ára gamall og valinn í lið ársins í ensku B-deildinni á síðasta tímabili.
Sky Sports segir mörg félög hafa horft til Sainz í sumar, en það var Porto sem hafði vinninginn.
Norwich hefur samþykkt 14,5 milljóna punda tilboð Porto í leikmanninn sem mun nú ferðast til Portúgals og ganga frá skiptunum.
Þessar fréttir koma í kjölfarið af því að Norwich keypti danska leikmanninn Mathias Kvistgaarden frá Bröndby fyrir tæpar 7 milljónir punda.
Kvistgaarden er 23 ára gamall sóknarmaður sem getur spilað sem fremsti maður og á báðum vængjum.
Athugasemdir