Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 19:08
Brynjar Ingi Erluson
Botafogo staðfestir komu Ancelotti
Davide Ancelotti er nýr þjálfari Botafogo
Davide Ancelotti er nýr þjálfari Botafogo
Mynd: EPA
Brasilíska félagið Botafogo hefur formlega tilkynnt komu ítalska þjálfarans Davide Ancelotti en þetta verður hans fyrsta starf sem aðalþjálfari.

Davide hefur öðlast mikla þekkingu í þjálfun í gegnum föður sinn, Carlo Ancelotti, eftir að hafa aðstoðað hann hjá Bayern München, Napoli, Everton og Real Madrid.

Ítalinn verður áfram aðstoðarmaður hans hjá brasilíska landsliðinu en samhliða því mun hann þjálfa Botafogo, sem er eitt af bestu félögum brasilíska boltans.

Botafogo tilkynnti komu Davide í dag en samningur hans mun gilda út 2026.

Brasilíska liðið komst alla leið í 16-liða úrslit á HM félagsliða í sumar, en datt út eftir tap gegn Palmeiras og var Renato Paiva í kjölfarið rekinn eftir að hafa þjálfað liðið í aðeins fjóra mánuði.


Athugasemdir
banner