Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 11:11
Elvar Geir Magnússon
Mbappe léttist um sex kíló í veikindunum
Mbappe (til hægri) í leiknum gegn Dortmund.
Mbappe (til hægri) í leiknum gegn Dortmund.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid, missti sex kíló eftir að hann veiktist og fékk magabólgu í kjölfarið.

Mbappe missti af öllum þremur leikjum riðlakeppninnar á HM félagsliða en hann fann fyrir veikindunum á leið til Bandaríkjanna. Hann var lagður inn á sjúkrahús í skoðanir og meðhöndlun.


Hann kom inn af bekknum í sigrunum gegn Juventus og Borussia Dortmund og skoraði úr hjólhestaspyrnu í seinni leiknum.

Það er þó óvissa með þátttöku hans í undanúrslitaleiknum gegn hans fyrrum félagi, Paris Saint-Germain, sem fram fer í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner