Fjórar breytingar
Klukkan 19:00 taka albönsku meistararnir í Egnatia á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli sínum í Rrogozhine. Þetta er fyrri leikur liðanna í 1. umferð forkeppninnar í Meistaradeildinni. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 2-2 jafnteflinu gegn Aftureldingu í Bestu deildinni á fimmtudag.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 2-2 jafnteflinu gegn Aftureldingu í Bestu deildinni á fimmtudag.
Lestu um leikinn: Egnatia 1 - 0 Breiðablik
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson kemur til baka í liðið eftir leikbann og sömu sögu er að segja af Antoni Loga Lúðvíkssyni. Kristinn Jónsson byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu og Aron Bjarnason byrjar á kantinum. Arnór Gauti Jónsson tekur sér sæti á bekknum og það gera líka þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson. Andri Rafn Yeoman er líka á bekknum en hann meiddist í síðasta leik gegn Aftureldingu.

Athugasemdir