Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Opnaði markareikninginn með stæl en fagnaði ekki
Mynd: EPA
Brasiíski sóknarmaðurinn Joao Pedro var ekki lengi að komast á blað með enska félaginu Chelsea og var markið í dýrari kantinum.

Chelsea festi kaup á Joao Pedro frá Brighton fyrir 60 milljónir punda á dögunum og byrjaði hann sinn fyrsta leik í kvöld.

Liðið er að spila við Fluminense í undanúrslitum HM félagsliða og var Pedro að koma Chelsea yfir í leiknum.

Boltinn datt fyrir hann rétt fyrir utan teiginn og fékk hann dágóðan tíma til að munda skotfótinn áður en hann stýrði boltanum efst í fjærhornið.

Brasilíumaðurinn fagnaði ekki markinu þar sem hann kemur úr akademíu Fluminense, en markið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner