Brasiíski sóknarmaðurinn Joao Pedro var ekki lengi að komast á blað með enska félaginu Chelsea og var markið í dýrari kantinum.
Chelsea festi kaup á Joao Pedro frá Brighton fyrir 60 milljónir punda á dögunum og byrjaði hann sinn fyrsta leik í kvöld.
Liðið er að spila við Fluminense í undanúrslitum HM félagsliða og var Pedro að koma Chelsea yfir í leiknum.
Boltinn datt fyrir hann rétt fyrir utan teiginn og fékk hann dágóðan tíma til að munda skotfótinn áður en hann stýrði boltanum efst í fjærhornið.
Brasilíumaðurinn fagnaði ekki markinu þar sem hann kemur úr akademíu Fluminense, en markið má sjá hér fyrir neðan.
???????? GOAL | Chelsea 1-0 Fluminense | Joao Pedro
— Tekkers Foot (@tekkersfoot) July 8, 2025
JOAO PEDRO OPENS THE SCORING FOR CHELSEA !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! WHAT A BEAUTIFUL GOAL !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!pic.twitter.com/vqB7AV5e1I
Athugasemdir