Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 11:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fótbolti.net bikarinn: Stórsigur KFS - Svona verða 16-liða úrslitin
KFS vann sigur í gær.
KFS vann sigur í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFS 6 - 1 Vængir Júpiters
0-1 Daníel Ingi Óskarsson ('4 )
1-1 Sigurður Valur Sigursveinsson ('23 )
2-1 Heiðmar Þór Magnússon ('35 )
3-1 Björgvin Geir Björgvinsson ('53 )
4-1 Junior Niwamanya ('64 )
5-1 Junior Niwamanya ('71 )
6-1 Aðalgeir Friðriksson ('86 , Sjálfsmark)

Lokaleikur 32-liða úrslitanna í Fótbolti.net bikarnum fór fram í gær þegar KFS tók á móti Vængjum Júpíters á Týsvelli í Vestmannaeyjum. Bæði lið eru í 4. deild, KFS er í 8. sæti og Vængir eru í 5. sæti.

Gestirnir úr Grafarvogi komust yfr á 4. mínútu en heimamenn tóku sér rúman hálftíma í að snúa taflinu við og leiddu 2-1 í hálfleik. Í seinni hálfleik skoruðu svo Eyjamenn fjögur mörk og unnu að lokum mjög öruggan sigur.

KFS mætir Gróttu, sem er í 2. deild, á útivelli í 16-liða úrslitunum eftir slétta viku, þriðjudaginn 15. júlí. Allir hinir sjö leikirnir í 16-liða úrslitunum eru settir á miðvikudaginn 16. júlí.

KFS Dagur Einarsson (m), Hallgrímur Þórðarson, Oliver Helgi Gíslason (66'), Junior Niwamanya, Hafsteinn Gísli Valdimarsson, Eyþór Daði Kjartansson, Björgvin Geir Björgvinsson (78'), Heiðmar Þór Magnússon (46'), Sæbjörn Sævar Jóhannsson (78'), Alexander Örn Friðriksson (66'), Sigurður Valur Sigursveinsson
Varamenn Birkir Björnsson (66'), Þórður Örn Gunnarsson (66'), Karl Jóhann Örlygsson (46'), Jóhann Ingi Þórðarson (78'), Daníel Már Sigmarsson (78')

Vængir Júpiters Víðir Gunnarsson (m), Eyþór Daði Hauksson, Atli Fannar Hauksson, Aðalgeir Friðriksson, Björn Orri Sigurdórsson (66'), Andri Freyr Björnsson, Aron Heimisson, Daníel Ingi Óskarsson (46'), Heiðmar Trausti Elvarsson, Bjarki Fannar Arnþórsson, Birgir Þór Jóhannsson
Varamenn Jósef Farajsson Shwaiki (66), Ayyoub Anes Anbari, Guðmundur Búason, Kristinn Jóhann Laxdal, Davíð Orri Tryggvason (46)

16-liða úrslitin
Árbær - Kormákur/hvöt
Víkingur Ó - Reynir Sandgerði
KFG - Ægir
Álftanes - Ýmir
Grótta - KFS
KFA - Kári
KV - Höttur/Huginn
Tindastóll - Þróttur Vogum
Athugasemdir