Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mætir á æfingasvæðið þó hann eigi enga framtíð hjá Man Utd
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Marcus Rashford er mættur aftur til æfinga hjá Manchester United eftir að hafa eytt síðari hluta síðasta tímabils á láni hjá Aston Villa, en hann á hins vegar enga framtíð og fær ekki að æfa með liðsfélögum sínum á Carrington-æfingasvæðinu.

Sky Sports greinir frá því að Rashford mætti aftur á æfingar hjá United á dögunum.

Að vísu hefur það verið mjög einmanalegt þar sem hann fær ekki að æfa með hópnum enda ekki í framtíðarplönum félagsins.

Man Utd ætlar að losa sig við hann í sumar en talið er að hann sé falur fyrir 40 milljónir punda. Einnig hefur félagið tekið 'tíuna' af honum og gefið nýja manninum, Matheus Cunha, númerið.

Leikmenn sem félagið ætlar að losa sig við fengu lengra frí til þess að ganga frá sínum málum en Rashford ákvað engu að síður að mæta á æfingasvæðið.

Allar líkur eru á því að Rashford fari í sumar en hann er sagður bíða eftir tilboði frá spænska félaginu Barcelona sem hefur lengi haft auga á honum.
Athugasemdir
banner
banner