Pólland 0 - 3 Svíþjóð
0-1 Stina Blackstenius ('28 )
0-2 Kosovare Asllani ('52 )
0-3 Lina Hurtig ('77 )
0-1 Stina Blackstenius ('28 )
0-2 Kosovare Asllani ('52 )
0-3 Lina Hurtig ('77 )
Svíþjóð og Þýskaland eru komin áfram í 8-liða úrslit Evrópumótsins, en þetta varð ljóst eftir 3-0 sigur Svía á Pólverjum í kvöld.
Þjóðverjar unnu 2-1 endurkomusigur á Dönum í kvöld, sem var ekki alveg nóg til að komast áfram en Svíar sáu til þess að koma þeim áfram með sér.
Svíar áttu ekki í miklum vandræðum með pólska liðið og ógnaði sífellt í fyrri hálfleiknum. Stina Blackstenius náði að brjóta ísinn á 28. mínútu með flottum skalla.
Yfirburðirnir voru þónokkrir og kom því lítið á óvart þegar Kosovare Asllani tvöfaldaði forystuna snemma í þeim síðari. Johanna Kaneryd kom með fyrirgjöfina á Asllani sem skoraði annað skallamark Svía í leiknum.
Þrettán mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma gerði Lina Hurtig þriðja skallamarkið eftir hornspyrnu og þar við sat.
Svíar eru í efsta sæti C-riðils með 6 stig eins og Þjóðverjar, en þær sænsku með betri markatölu. Svíar mæta einmitt Þjóðverjum í úrslitaleik um toppsæti riðilsins á laugardag.
Athugasemdir