Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mið 09. júlí 2025 09:36
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Arsenal um Gyökeres þokast ekki áfram
Viktor Gyökeres (til hægri) í leik með Sporting.
Viktor Gyökeres (til hægri) í leik með Sporting.
Mynd: EPA
Arsenal gengur erfiðlega að ná samkomulagi við Sporting Lissabon um sænska sóknarmanninn Viktor Gyökeres. Portúgalskir fjölmiðlar segja mikið bera á milli.

Gyökeres hefur þegar gert munnlegt samkomulag við Arsenal um kaup og kjör en viðræður félagsins við Sporting eru komnar í hnút. Andrea Berta, yfirmaður íþróttamála hjá Arsenal, var í Lissabon en er nú floginn aftur til Englands án þess að hafa náð samkomulagi.

Gyökeres er sagður staðráðinn í að spila ekki aftur fyrir Sporting og leitar nú annarra möguleika, þar á meðal hugsanlegra lánssamninga við evrópsk lið. Fenerbahce og Juventus eru meðal félaga sem fylgjast með stöðunni.

Arsenal vill búa til öflugan hóp fyrir næsta tímabil og hefur þegar keypt Kepa Arrizabalaga og Martin Zubimendi. Félagið vill fá inn sóknarmann og hefur einnig verið að horfa til Benjamin Sesko hjá RB Leipzig.
Athugasemdir
banner