Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mið 10. ágúst 2022 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Baldvin Borgars: Sýndum hetjulega baráttu en gleymdum okkur aðeins
Baldvin Már Borgarsson t.h.
Baldvin Már Borgarsson t.h.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Þetta er súrsætt," sagði Baldvin Már Borgarsson aðstoðarþjálfari Ægis eftir að liðið féll úr leik í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins eftir 3-0 tap gegn KA á Akureyri.


Lestu um leikinn: KA 3 -  0 Ægir

„Við mættum hingað og sýndum hetjulega barátttu, að mörgu leiti frábæran leik í því sem við vorum að reyna. Við gleymum okkur aðeins þarna á sjötugustu og eitthvað mínútu og þá þurfum við að breyta og reynum að jafna leikinn. Við förum í okkar hefðbundna skipulag og KA menn gera vel í að klára leikinn í uppbótartíma," sagði Baldvin.

Það voru svo sannarlega tækifæri fyrir Ægismenn að komast yfir í þessum leik.

„Við fengum færi, í stöðunni 0-0 kemur Rolin með geggjaðan bolta og Bjarki hittir ekki boltann, hann á bara að skalla hann inn. Ef það hefði verið 1-0, hvað hefði þá gerst? Veit það ekki, mörk breyta leikjum."

Baldvin var stoltur af liðinu í leikslok.

„Í stöðunni 0-0 leið okkur ágætlega. Við vorum undirbúnir fyrir það að fara í framlengingu og lifa á lyginni í þessum leik. Þetta eru ekki óvænt úrslit en ég er stoltur af strákunum," sagði Baldvin.


Athugasemdir
banner
banner