De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 10. ágúst 2024 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
2. deild: KFA á flugi
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

KFA 3 - 0 KF
1-0 Eiður Orri Ragnarsson ('26 )
2-0 Patrekur Aron Grétarsson ('79 )
3-0 Jacques Fokam Sandeu ('81 )


KFA vann annan leik sinn í röð þegar liðið vann KF á heimavelli í dag. KFA vann Augnablik á dögunum og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum Fótbolti.net bikarsins.

Eiður Orri Ragnarsson kom KFA yfir og Patrekur Aron Grétarsson bætti öðru markinu við.

Jacques Sandeu innsiglaði sigur KFA eftir undirbúning Eiðs Orra.

KFA er í 4. sæti, stigi á eftir Víkingi Ólafsvík og Völsungi. KF er hins vegar í fallsæti, fjórum stigum frá öruggu sæti.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner