Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
banner
   lau 10. ágúst 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ederson byrjar gegn Man Utd - „Léttir að hann verður áfram"
Mynd: EPA

Pep Guardiola hefur staðfest að Ederson verði í markinu þegar Manchester City mætir Manchester United í Samfélagsskildinum í dag.


Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð markvarðarins en hann hefur verið mikið orðaður við Sádí-Arabíu í sumar.

Guardiola staðfesti að hann verði áfram hjá félaginu á þessu tímabili.

„Það er þvílíkur léttir að Ederson og Ortega verði áfram. Við hefðum ekki getað farið svona í gegnum þessi átta ár án Ederson, það er ómögulegt. Það er vandasamt að skipta um markmann miðað við hvernig við spilum svo ég er í skýjunum með að hann verði áfram. Hann mun byrja gegn Man Utd," sagði Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner