Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coman opinn fyrir Al-Nassr
Mynd: EPA
Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá því að franski landsliðsmaðurinn Kingsley Coman sé opinn fyrir því að ganga til liðs við Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Greint var fyrst frá því í gær að Al-Nassr væri í viðræðum við FC Bayern um kaup á Coman, sem er 29 ára gamall og er með 58 landsleiki að baki fyrir ógnarsterkt landslið Frakklands.

Coman er afar öflugur leikmaður og hefur verið mikilvægur partur af leikmannahópi Bayern í tíu ár. Hann á í heildina 339 leiki að baki fyrir þýska stórveldið og hefur unnið til ógrynni titla með félaginu. Hann hefur auk þess unnið titla með Paris Saint-Germain og Juventus, en aldrei með franska landsliðinu. Hann var þó partur af hópnum sem endaði í öðru sæti á EM 2016 og HM 2022.

Hjá Al-Nassr yrði Coman liðsfélagi ýmissa stórstjarna á borð við Cristiano Ronaldo, Joao Félix og Sadio Mané en liðið leikur undir stjórn Jorge Jesus.

   09.08.2025 09:20
Al-Nassr í viðræðum um kaup á Kingsley Coman

Athugasemdir
banner