Paul Hirst hjá Times greinir frá meiðslavandræðum í herbúðum Manchester City.
Pep Guardiola staðfesti á dögunum meiðsli miðjumannsins öfluga Rodri en Hirst segir að Mateo Kovacic sé einnig fjarri góðu gamni.
08.08.2025 22:34
Rodri er tæpur næstu vikurnar
Rodri ætti að vera frá keppni í um það bil einn mánuð en Kovacic gæti verið frá í tvo mánuði. Þar að auki er Phil Foden tæpur fyrir fyrsta deildarleik tímabilsins vegna smávægilegra ökklameiðsla.
Þetta er ekki ákjósanleg byrjun fyrir Pep og lærisveina hans, en miðjumennirnir Matheus Nunes og Nico González eru þó við fulla heilsu eins og Tijjani Reijnders.
31 árs Kovacic er með tvö ár eftir af samningi við Man City og er gríðarlega eftirsóttur af félögum í Sádi-Arabíu.
07.08.2025 08:30
Kovacic eftirsóttur í Sádi-Arabíu
Athugasemdir