Isak fær ekki að fara - Liverpool leiðir kappið um Guéhi - Chelsea setur meira púður í Garnacho - Calvert-Lewin rak umboðsteymið
   sun 10. ágúst 2025 09:45
Ívan Guðjón Baldursson
Maresca vill nýjan miðvörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enzo Maresca svaraði spurningum eftir 2-0 sigur Chelsea gegn Bayer Leverkusen í æfingaleik á föstudagskvöldið.

Hann var spurður út í krossbandsslitið hjá Levi Colwill og hvort hann vilji fá nýjan miðvörð inn til að fylla í skarðið.

Fjölmiðlar á Englandi hafa haldið því fram að Chelsea ætli ekki að kaupa miðvörð en raunveruleikinn gæti verið annar ef marka má ummæli Maresca.

„Það vita allir í hópnum hversu mikilvægur Levi Colwill er fyrir okkur. Við munum sakna hans, ég mun sakna hans," sagði Maresca meðal annars eftir sigurinn gegn Leverkusen.

„Það er forgangsmál fyrir mig að finna nýjan miðvörð en við verðum að bíða og sjá hvort það verði eitthvað úr því."

Colwill er einn af átta miðvörðum sem eru hjá Chelsea um þessar mundir en nokkrir af hinum sjö eru á leið burt frá félaginu. Jorrel Hato og Alfie Gilchrist eru svo leikmenn sem geta einnig spilað í hjarta varnarinnar þó þeir séu bakverðir að upplagi.

Renato Veiga og Axel Disasi eru á sölulista og þá munu Wesley Fofana, Trevoh Chalobah, Tosin Adarabioyo og Benoit Badiashile líklegast vera í kringum byrjunarliðið.

Það eru því miklar líkur á að Chelsea vilji selja miðvörð áður en nýr verður keyptur inn.

   09.08.2025 12:30
Chelsea ætlar ekki í baráttuna um Guehi - Liverpool leiðir kapphlaupið

Athugasemdir
banner