Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
Enski boltinn - Hvað ertu eiginlega að tala um?
Uppbótartíminn - Ein sú besta kveður sviðið, kraftröðun og slúður
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Kolbeinn Þórðar: Algjört heillaskref og nánast fullkomið fyrir mig
Enski boltinn - Salah fór í viðtal og ótrúleg upprisa Aston Villa
Hugarburðarbolti GW 15 Mo Salah fékk rauða spjaldið !
Kjaftæðið - Salah má fara, Slot má fara en Jónatan fer ekkert!
Útvarpsþátturinn - Óvænt tíðindi úr Eyjum og Hlíðarendafundur
Kjaftæðið - Amorim veit ekkert hvað hann er að gera
Kjaftæðið - Slot henti Salah á bekkinn og Chelsea frábærir!
Hugarburðarbolti GW 13 Norska stórslysið !
Enski boltinn - Jafnt á Brúnni, ruglað rautt og yfirlýsing í fyrramálið?
Útvarpsþátturinn - Væntingar í Krikanum og Rúnar Kristins
Kjaftæðið - Albert Hafsteins fékk að lofsama Arsenal
Hugarburðarbolti GW 12 47 ára bið lokið og versta free hit sögunnar!
Kjaftæðið - Amorim og Slot í alvöru brekku
Enski boltinn - Hrein hörmung hjá Liverpool, Man Utd og Tottenham
Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
banner
   sun 10. september 2017 14:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Einkunnir leikmanna Íslands í undankeppni HM
Gylfi er efstur á lista.
Gylfi er efstur á lista.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson gerðu upp liðna landsliðstörn í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

Þeir fóru meðal annars yfir meðaleinkunnir leikmanna Íslands nú þegar riðlakeppnin í undankeppni HM er hálfnuð.

Fótbolti.net gefur einkunnir eftir hvern leik og hefur tekið saman meiðaleinkunnir leikmanna eftir átta umferðir.

Skærasta stjarna liðsins trónir á toppnum en annar er fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson.

Hæsta einkunn sem gefin hefur verið er 9. Jói Berg, Birkir Bjarna og Theodór Elmar fengu hana allir eftir sigurinn gegn Tyrklandi. Gylfi fékk 9 eftir sigurinn gegn Kosóvó og sigurinn á Úkraínu. Aron Einar fékk 9 eftir sigrana gegn Króatíu og Úkraínu. Emil Hallfreðsson fékk 9 eftir sigurinn gegn Úkraínu.

Lægsta einkunn sem gefin hefur verið er 3 en þá einkunn fékk Birkir Már Sævarsson í sigrinum gegn Finnlandi á Laugardalsvelli og Rúrik Gíslason eftir tapið í Finnlandi.

Einkunnir Íslands:
Gylfi Þór Sigurðsson 7,4
Aron Einar Gunnarsson 7,1
Kári Árnason 7
Ragnar Sigurðsson 7
Jóhann Berg Guðmundsson 6,9
Birkir Bjarnason 6,6
Emil Hallfreðsson 6,5
Alfreð Finnbogason 6,4
Hannes Þór Halldórsson 6,4
Hörður Björgvin Magnússon 6,4
Birkir Már Sævarsson 6,1
Björn Bergmann Sigurðarson 6
Jón Daði Böðvarsson 6
Ari Freyr Skúlason 5,5

*Á listanum eru leikmenn sem hafa fengið einkunnir fyrir 4 leiki eða fleiri.
*Spila þarf a.m.k. 20 mín í leik til að fá einkunn

Leikmenn sem hafa fengið einkunnir fyrir 2 leiki:
Theodór Elmar Bjarnason 7
Viðar Örn Kjartansson 6

*Sverrir Ingi Ingason (8), Arnór Ingvi Traustason (7), Ögmundur Kristinsson (5) og Rúrik Gíslason (3) hafa aðeins fengið einkunn í einum leik.
Athugasemdir
banner
banner