Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fim 10. september 2020 21:39
Egill Sigfússon
Óskar Hrafn: Ef þú dekkar ekki Ægi Jarl í hornum, þá skorar hann
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KR í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR vann 4-2 sigur og er því komið í undanúrslitin.

„Það er leiðinlegt að vera dottnir út úr bikar en við fengum kannski bara það sem við áttum skilið miðað við varnarleikinn sem við sýndum á köflum í kvöld. Við vorum fínir út á velli með boltann en það gefur lítið ef þú berst ekki í vörninni. Ef þú dekkar ekki Ægi Jarl í hornum, þá skorar hann."

Sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks sem var alls ekki sáttur með varnarleik sinna manna í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  4 KR

Stefán Ingi Sigurðarson og Brynjólfur Willumsson komu báðir inn á og skoruðu í kvöld og var Óskar ánægður með það upp á framhaldið þótt það gaf þeim lítið í kvöld.

„Þeir komu fínir inn og sömuleiðis Kiddi Steindórs, mjög góð innkoma hjá þeim þrem. Gott að þeir skoruðu, gefur okkur ekki mikið í þessum leik en það gefur þeim sjálfstraust fyrir framhaldið."
Athugasemdir